Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 15:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
McAusland tekur slaginn áfram með ÍR (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc McAusland sagði í viðtali við mbl.is eftir lokaleik tímabilins hjá ÍR að hann útilokaði ekki að leggja skóna á hilluna. McAusland er fyrirliði ÍR og leiddi nýliðanna í umspilið í Lengjudeildinni.

Skotinn reyndi var algjör lykilmaður í liði ÍR sem kom mjög mörgum á óvart í sumar og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar eftir að hafa verið spáð falli. Hann skoraði tvö mörk í 23 leikjum í sumar.

„Ég hef ekki tekið ákvörðun, ég er með samn­ing út árið 2025 við ÍR. Mig lang­ar til að halda áfram en svo er þetta líka fínn tíma­punkt­ur til að ljúka ferl­in­um. Mér líður vel and­lega og lík­am­lega, jújú ég er aðeins þyngri en þegar ég var í mínu allra besta formi en það er vissu­lega erfiðara að missa þyngd þegar maður verður eldri," sagði McAusland við mbl fyrir tæpum þremur vikum.

Fótbolti.net sendi honum fyrirspurn sem hann svaraði í dag. Þar staðfestir hann að hann ætli sér að taka annað tímabil.

„Ég hafði mjög gaman af síðasta tímabili. Ég naut þess að vinna undir Árna og Jóa og elskaði að hjálpa og vinna með yngri leikmönnunum. Aðalástæðan fyrir því að ég ætla taka annað tímabil er út af þjálfurunum og hópnum, það er þeim að þakka að ég vil halda áfram."

„Ef Árni og Jói hefðu farið þá hefði ég kannski ekki haldið áfram. Þá hefði ég viljað koma enn meira inn í þjálfunina í meistaraflokki því þangað langar mig að fara næst."


McAusland er 36 ára og hefur verið á Íslandi síðan 2016. Hann hefur leikið með Keflavík, Grindavík, Njarðvík og ÍR á Íslandi en hann er uppalinn hjá St Mirren í Skotlandi.
Athugasemdir
banner