Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   fös 11. nóvember 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endrick heimsótti Chelsea ásamt fjölskyldu sinni
Todd Boehly, eigandi Chelsea, vill ólmur kaupa brasilíska táninginn Endrick frá Palmeiras.

The Times segir núna frá því að Chelsea hafi boðið Endrick og fjölskyldu hans á æfingasvæði félagsins. Einnig var þeim boðið að hitta varnarmanninn Thiago Silva, sem er einn af bestu varnarmönnum í sögu Brasilíu.

Endrick er yngsti markaskorari í sögu brasilíska félagsins Palmeiras, en hann var 16 ára og 96 daga gamall þegar hann skoraði á dögunum.

Það hefur verið mikil umfjöllun um þennan strák síðustu mánuði en hann þykir með efnilegri leikmönnum í heimi. Hann gerði nýverið þriggja ára samning við Palmeiras sem gildir til 2025 og er hann með riftunarákvæði í samningnum sem gerir félögum kleift að fá hann fyrir 60 milljónir evra.

Endrick hefur heimsótt félög á borð við Barcelona og Real Madrid en öll stærstu félög Evrópu hafa fylgst með honum síðasta árið.

Núna hefur hann líka heimsótt Chelsea sem telur sig vera í kapphlaupinu og vonast Lundúnafélagið til að landa honum. Hann hefur líka verið sterklega orðaður við Paris Saint-Germain, ásamt Barcelona og Real Madrid.

Brasilíumaðurinn getur ekki formlega gengið til liðs við félög í Evrópu fyrr en hann hefur náð 18 ára aldri.
Athugasemdir
banner
banner
banner