Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. nóvember 2022 10:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grótta að selja Kjartan Kára til Haugasunds
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður Gróttu, er nálægt því að verða leikmaður Haugasunds (Haugesund) í Noregi samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kjartan var markahæsti leikmaður Lenjgudeildarinnar í sumar, skoraði sautján mörk í nítján leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður hennar hér á Fótbolti.net. Tímabilið 2021 skoraði hann átta mörk í nítján leikjum.

Hann er 19 ára sóknarmaður sem fór á reynslu til Haugasunds í síðasta mánuði.

Í kjölfar reynslunnar bauð norskt félag í Kjartan Kára og var það félag Haugasund. Búast má við því að félagið tilkynni um kaup á leikmanninum á næstu dögum.

Kjartan getur leyst margar stöður fram á við og á að baki þrettán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var í síðasta mánuði valinn í æfingahóp U21 landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner