Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorsteinn hættir á Selfossi
Lengjudeildin
Þorsteinn Daníel
Þorsteinn Daníel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson hefur yfirgefið Selfoss en þessi 28 ára gamli leikmaður fór upp alla yngri flokkana hjá félaginu. Þorsteinn lék sinn fyrsta meistaraflokks leik fyrir Selfoss sumarið 2013 í 1. deild.


Síðan þá hefur hann spilað 241 leik og skorað 13 mörk. Hann lék 6 leiki með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég vil þakka þeim leikmönnum og þjálfurum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina kærlega fyrir tímann. Ég kveð Selfoss með trega en það er engin hætta á öðru en að ég verði í stúkunni í framtíðinni sem stuðningsmaður liðsins. Takk fyrir mig og áfram Selfoss,” segir Þorsteinn í kveðju sinni til Selfyssinga.

„Þorsteinn hefur verið frábær þjónn fyrir félagið, bæði innan vallar sem utan. Knattspyrnudeild Selfoss þakkar Þorsteini fyrir hans framlag í gegnum árin og óskar honum alls hins besta í framtíðinni." segir í tilkynningu frá Selfossi.


Athugasemdir
banner
banner
banner