Enska landsliðið er að undirbúa sig fyrir næsta landsleikjahlé undir stjórn Lee Carsley. Hann klárar árið sem bráðabirgðaþjálfari landsliðsins áður en Thomas Tuchel tekur við eftir áramót.
Carsley kynnti landsliðshóp Englands fyrir helgi en það eru átta leikmenn sem geta ekki verið með vegna meiðsla eftir að hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Tveir leikmenn úr liði Chelsea, tveir úr liði Arsenal og tveir úr röðum Manchester City eru ekki liðtækir vegna meiðsla - ásamt Trent Alexander-Arnold og Aaron Ramsdale, sem eru hjá Liverpool og Southampton.
Levi Colwill, Cole Palmer, Declan Rice, Bukayo Saka, Phil Foden og Jack Grealish missa því af næstu leikjum Englands í Þjóðadeildinni gegn Grikkjum og Írum.
England er í öðru sæti riðilsins í Þjóðadeildinni eftir afar óvænt tap á heimavelli gegn Grikklandi í október.
07.11.2024 14:12
Ýmislegt áhugavert í síðasta hópnum hjá Carsley
Athugasemdir