Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 11. nóvember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jobe Bellingham gæti fylgt í fótspor eldri bróður síns
Jobe Bellingham.
Jobe Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jobe Bellingham, ungur miðjumaður Sunderland, gæti fylgt í fótspor eldri bróður síns.

Bellingham er 18 ára gamall og er ekki ósvipaður bróður sínum innan vallar. Hann leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður og getur einnig leikið í fremstu víglínu.

Hann var orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni síðastliðið sumar en hann endaði á því að endursemja við Sunderland. Þar hefur hann leikið vel á yfirstandandi tímabili.

Núna segir enska götublaðið The Sun frá því að Borussia Dortmund vilji fá Bellingham í sínar raðir.

Það væri athyglisvert að sjá Jobe taka það skref en Jude þróaði sinn leik hjá Dortmund áður en hann fór svo til Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner