Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 11. nóvember 2024 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Rogers og Livramento gætu spilað sinn fyrsta A-landsleik
Rogers hefur verið algjör lykilmaður upp yngri landslið Englendinga.
Rogers hefur verið algjör lykilmaður upp yngri landslið Englendinga.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lee Carsley kynnti enska landsliðshópinn fyrir helgi en hefur þurft að gera verulegar breytingar vegna meiðsla sem leikmenn urðu fyrir um helgina.

Einn af hverjum þremur leikmönnum sem Carsley ætlaði að reiða sig á í landsleikjahlénu kemst ekki með vegna meiðsla og hefur bráðabirgðaþjálfarinn því valið nýja leikmenn til að fylla í skörðin.

Þar gætu Morgan Rogers, Tino Livramento og James Trafford spilað sinn fyrsta A-landsleik, en Jarrad Branthwaite og Jarrod Bowen voru einnig verið kallaðir upp í hópinn.

Rogers, sem leikur sem sóknartengiliður eða kantmaður, hefur verið öflugur með Aston Villa á upphafi nýs tímabils og þá er miðvörðurinn öflugi Branthwaite nýlega kominn aftur úr meiðslum í liði Everton.

Livramento er þá búinn að festa sig í sessi sem byrjunarliðsbakvörður Newcastle United á meðan Trafford er aðalmarkvörður Burnley í Championship deildinni og eini leikmaðurinn úr þeirri deild sem kemst í landsliðshópinn. Bowen er reynslumestur af þeim sem voru kallaðir upp til að fylla í skörðin, með 12 A-landsleiki að baki.

England spilar við Grikkland og Írland í hlénu og þarf að sigra báðar viðureignirnar til að tryggja sér toppsæti riðilsins í B-deild.

   11.11.2024 19:30
Átta leikmenn draga sig úr enska hópnum vegna meiðsla

Athugasemdir
banner
banner
banner