Leiðtogahópur Newcastle hélt krísufund eftir ótrúlega slæmt gengi liðsins á útivelli á tímabilinu. TalkSPORT greinir frá þessu.
Liðinu hefur ekki tekist að vinna leik á útivelli á tímabilinu. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum gegn Brighton, West Ham og Brentford í úrvalsdeildinni.
Liðið hefur unnið sex af síðustu níu leikjum í öllum keppnum en liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Vegna þess ræddu Bruno Guimaraes, Kieran Trippier, Nick Pope, Dan Burn og Jamaal Lascelles við hópinn. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Man City.
Athugasemdir

