Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
banner
   fös 05. desember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Espírito Santo: Mikilvæg úrslit
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari West Ham United svaraði spurningum fréttamanna eftir 1-1 jafntefli gegn Manchester United í gærkvöldi.

Rauðu djöflarnir tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks á Old Trafford en Soungoutou Magassa náði að gera jöfnunarmark eftir hornspyrnu á lokakaflanum.

Hamrarnir fengu færi til að vinna leikinn skömmu síðar sem fór forgörðum og komst Bruno Fernandes einnig í álitlegt hálffæri en tókst ekki að stýra boltanum á markið úr erfiðri stöðu.

„Við eigum að vera stoltir af því hversu mikla vinnu strákarnir lögðu í þennan leik. Þeir gerðu mjög vel í því að halda aftur af Man Utd og við hefðum getað unnið leikinn á lokamínútunum. Við verðum að vera ánægðir og byggja á því jákvæða," sagði Nuno eftir lokaflautið áður en hann hrósaði leikmönnum sínum.

„Ég er mjög ánægður með framlagið hjá Jarrod (Bowen), við erum heppnir að hafa hann sem fyrirliða. Hann sýnir gott fordæmi og átti frábæran leik í dag. Aaron (Wan-Bissaka) spilaði líka vel, vörnin stóð sig vel. Við fengum mark á okkur eftir að boltinn breytti um stefnu af varnarmanni en öll varnarvinnan var mjög jákvæð.

„Þetta eru mikilvæg úrslit á erfiðum útivelli og þetta hefðu getað verið þrjú stig. Þetta breytir engu hvað varðar okkar stefnu, við höldum áfram á okkar braut og erum alltaf í leit að betri frammistöðu á milli leikja. Við spiluðum vel og munum mæta ferskari til leiks í næsta leik gegn Brighton útaf því að þreyttir fótleggir eru fljótari að jafna sig eftir góða frammistöðu. Þetta verður erfiður leikur á sunnudaginn en við ættum að vera tilbúnir í slaginn."


West Ham er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, með 12 stig eftir 14 umferðir.

„Þetta er skref í rétta átt en það er löng leið framundan, það er margt sem við þurfum að bæta. Svo lengi sem strákarnir leggja sig fram og trúa á verkefnið þá munum við spjara okkur."

   04.12.2025 22:55
Amorim: Svekkjandi að nýta ekki tækifærin

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner