Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 11. desember 2019 16:45
Magnús Már Einarsson
Þreföld umferð í Pepsi Max-deildinni líklegasti kosturinn
Liðum fjölgað í Inkasso-deildinni?
Haraldur Haraldsson.
Haraldur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskur Toppfótbolti hélt í vikunni fund með þjálfurum liða í Pepsi Max-deild karla þar sem rætt var mögulega fjölgun leikja á Íslandsmótinu.

„Við kynntum mismunandi sviðsmyndir á félagafundi um daginn. Á mánudaginn vorum við með þjálfarana í deildinni á fundi þar sm við kynntum rökin á bakvið hverja tillögu fyrir sig og hvað þetta þýðir. Þetta eru mismunandi útfærslur, hvort við förum í 14 lið, 16 lið eða þrefalda umferð," sagði Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, við Fótbolta.net í dag.

Mikil umræða hefur verið um lengingu á Íslandsmótinu að undanförnu og líklegt er að tillaga þess eðlis verði lögð fyrir ársþing KSÍ 22. febrúar. Tillagan þarf að liggja fyrir mánuði fyrir þing og Haraldur reiknar með að félögin komi sér saman um eina tillögu.

„Mér finnst mjög líklegt að við fáum félögin til að fara öll saman undir einhverja tillögu. Það eru skiptar skoðanir en það er rosalega mikill vilji á að skoða að bæta við þriðju umferðinni og lengja tímabilið þannig," segir Haraldur en að ýmsu er að hyggja í þessum málum. „Það að fara í 3. umferðina þýðir til að mynda að liðin myndu fara út úr Lengjubikar, þetta eru fleiri dómaraverkefni og aukin kostnaður."

Væntanlega verður einungis um þrefalda umferð að ræða í Pepsi Max-deild karla fyrst um sinn ef af verður en þá myndi keppni hefjast í febrúar eða mars og standa yfir þangað til í október. Einnig er í skoðun að fjölga liðum í Inkasso-deild karla til að fjölga leikjum þar.

Sjá einnig:
Þjálfarar í Pepsi Max vilja fjölga leikjum - Misjafnar leiðir
Íslenski boltinn - Lenging mótsins og viðtal við Bjarna Ólaf
Athugasemdir
banner
banner