Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Arnar ánægður: Hitti boltann fullkomlega í nærhornið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður að ég gat komið inn á og haft áhrif fyrir mitt lið," sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali eftir 3-2 sigur Lille á Sturm Graz í Meistaradeildinni í kvöld.

Hákon Arnar kom inn á og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu eftir að hafa verið nýkominn inn á fyrir Mitchel Bakker. Það var Jonathan David sem fann Hákon fyrir utan teig og Hákon kláraði með glæsilegur skoti.

„Ég hitti boltann fullkomlega í nærhornið og ég er mjög ánægður með markið."

„Í þesari keppni eru öll þrjú stig ómetanleg. Þetta er liðinu öllu að þakka. Við þurfum að skoða þennan leik aftur á næstu dögum því það er ekki ásættanlegt að missa niður 2-0 forystu svona," sagði Hákon.

„Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik, skítt að við fengum á okkur mark alveg í lokin. En í endann fengum við þrjú stig og við erum ánægðir."

Hákon skoraði í örðum leiknum i röð en hann skoraði einnig gegn Brest fyrir helgi. Þetta var fimmti leikur Hákonar frá því að hann sneri aftur á völlinn eftir meiðsli. Lille er eftir sex leiki með 13 stig og situr í 8. sæti Meistaradeildarinnar.

Markið var annað mark Hákonar í Meistaradeildinni. Hans fyrsta kom með FCK gegn Dotmund árið 2022. Næsti leikur Lille í Meistaradeildinni verður gegn Liverpool á Anfield í janúar.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 6 0 0 13 1 +12 18
2 Barcelona 6 5 0 1 21 7 +14 15
3 Arsenal 6 4 1 1 11 2 +9 13
4 Leverkusen 6 4 1 1 12 5 +7 13
5 Aston Villa 6 4 1 1 9 3 +6 13
6 Inter 6 4 1 1 7 1 +6 13
7 Brest 6 4 1 1 10 6 +4 13
8 Lille 6 4 1 1 10 7 +3 13
9 Dortmund 6 4 0 2 18 9 +9 12
10 Bayern 6 4 0 2 17 8 +9 12
11 Atletico Madrid 6 4 0 2 14 10 +4 12
12 Milan 6 4 0 2 12 9 +3 12
13 Atalanta 6 3 2 1 13 4 +9 11
14 Juventus 6 3 2 1 9 5 +4 11
15 Benfica 6 3 1 2 10 7 +3 10
16 Mónakó 6 3 1 2 12 10 +2 10
17 Sporting 6 3 1 2 11 9 +2 10
18 Feyenoord 6 3 1 2 14 15 -1 10
19 Club Brugge 6 3 1 2 6 8 -2 10
20 Real Madrid 6 3 0 3 12 11 +1 9
21 Celtic 6 2 3 1 10 10 0 9
22 Man City 6 2 2 2 13 9 +4 8
23 PSV 6 2 2 2 10 8 +2 8
24 Dinamo Zagreb 6 2 2 2 10 15 -5 8
25 PSG 6 2 1 3 6 6 0 7
26 Stuttgart 6 2 1 3 9 12 -3 7
27 Shakhtar D 6 1 1 4 5 13 -8 4
28 Sparta Prag 6 1 1 4 7 18 -11 4
29 Sturm 6 1 0 5 4 9 -5 3
30 Girona 6 1 0 5 4 10 -6 3
31 Rauða stjarnan 6 1 0 5 10 19 -9 3
32 Salzburg 6 1 0 5 3 18 -15 3
33 Bologna 6 0 2 4 1 7 -6 2
34 RB Leipzig 6 0 0 6 6 13 -7 0
35 Slovan 6 0 0 6 5 21 -16 0
36 Young Boys 6 0 0 6 3 22 -19 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner