Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fim 11. desember 2025 10:00
Kári Snorrason
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Baldur í baráttunni við Hauk Pál í kvöldsólinni í Laugardal.
Baldur í baráttunni við Hauk Pál í kvöldsólinni í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í skammdeginu er vel við hæfi að líta til baka á bjartari tíma í jóladagatalinu. Viðtal dagsins er við Baldur Sigurðsson, þáverandi fyrirliða KR, eftir tap liðsins gegn Val í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar 2014.

Baldur sagði að sólin hefði átt stóran þátt í ósigrinum, hún hefði gert leikmönnum grikk með því að vera lágt á lofti.

„Það er hægt að segja að á svona dögum er mjög slæmt að tapa uppkastinu að því það er rosa erfitt að spila á móti sól hér í fyrri hálfleik. Við náðum aldrei upp neinum takti að því það er erfitt að horfa fram á við.“

„Þið sáuð hvernig fyrri hálfleikur var. Við náðum engu sjálfstrausti í spilið og við vorum að kýla honum fram. Varnarmennirnir töluðu um það að það hefði verið erfitt sjá og skynja vegalengdir fram á völlinn.“


Íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson spurði því næst hvort að Baldur væri í alvörunni að kenna kvöldsólinni fyrir tapinu. Baldur svaraði vel og sagði það enga afsökun og að liðið hafi spilað illa.

Ummælin vöktu mikla athygli á Twitter og hér má sjá nokkur tíst um viðtalið.

Jóhann Berg Guðmundsson
Er ekki bara best að fresta öllum leikjum í pepsi deildinni ef sólin er á lofti #kvöldsólin #strögl

Ómar Ingi Guðmundsson
Ummæli Baldurs um að það sé verra að spila á móti sól er eins og eitthvað sem kemur úr augljósum staðreyndum með @SteindiJR #fm95blö #kr

Orri Freyr Rúnarsson
Er ekki hægt að spila KR - Valur aftur? Ekki hægt að bjóða öðru liðinu upp á að spila á móti sól hálfan leikinn #fotbolti

Jóladagatalið:

1. desember - Ólafur Karl í kleinu
2. desember - Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
3. desember - Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
4. desember - Langbest að fá heyrnalausa menn að dæma
5. desember - Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini uppi á KA svæði
6. desember - Hægðir og lægðir
7. desember - Misskildi spurningu frettamanns - „Setti hársprey og svona“
8. desember - Hvernig er að ganga í Feneyjum?
9. desember - Byr undir báða vængi
10. desember - Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum

Athugasemdir
banner
banner