Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 12. janúar 2020 14:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Foden mun fylla í skarð David Silva þegar hann fer
David Silva mun yfirgefa Manchester City í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

Pep Guardiola hefur greint frá því að hann ætli sér ekki að kaupa leikmann til að fylla í skarð Silva, sá leikmaður er nú þegar til staðar, Englendingurinn ungi Phil Foden.

„Silva mun fara í sumar og við ætlum okkur ekki að kaupa neinn í hans stað þar sem við höfum Phil (Foden)."

„Við treystum Phil (Foden), ef við myndum ekki trúa á hans hæfileika færum við á markaðinn og keyptum leikmann," sagði Guardiola.

Manchester City heimsækir Aston Villa í dag, flautað verður til leiks klukkan 16:30 á Villa Park.
Athugasemdir
banner