Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   sun 12. janúar 2020 12:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Stjóri Sporting vildi lítið ræða um framtíð Bruno Fernandes
Það bendir margt til þess að Portúgalinn Bruno Fernandes muni ganga í raðir Manchester United á næstu dögum.

Fernandes er leikmaður Sporting í Portúgal, hann skoraði tvö mörk í sigri liðsins á Vitoria Setubal í gær.

Knattspyrnustjóri Sporting, Silas, vildi lítið tjá sig um framtíð Fernandes eftir leikinn í gær.

„Ég get ekki staðfest neitt í þessum sögum þar sem ég veit ekki neitt um þetta. Ég er með hugann við næsta leik við Benfica, ég er að hugsa um að nota Bruno Fernandes þar," sagði Silas.

Mirror segir að Manchester United sé með tilboð í Fernandes í undirbúningi.
Athugasemdir
banner
banner