Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. janúar 2020 10:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Xavi: Hefur alltaf verið draumur að taka við Barcelona
Xavi í leik með Barcelona á sínum tíma.
Xavi í leik með Barcelona á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Það stefnir í að stjóraskipti verði hjá Barcelona á næstunni, Ernesto Valverde er talinn vera nokkuð valtur í sessi.

Maðurinn sem er talinn vera með þeim líklegustu til að taka við spænsku risunum er fyrrum leikmaður félagsins, Xavi.

Xavi sem er knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar vildi lítið tjá sig um þennan orðróm á blaðamannafundi en viðurkenndi þó að það væri draumur að taka við Barcelona.

„Ég get ekki sagt neitt um þetta, þeir (frá Barcelona) komu hér og áttu gott spjall við mig, ég get ekki sagt mikið meira en það."

„Ég get hins vegar ekki falið það að það er draumur minn að taka við Barcelona, ég hef sagt það marg oft í viðtölum. Allir vita að Barcelona á sérstakan stað í hjarta mér," sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner