Brasilíski fótboltamaðurinn Joelinton hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur. Hann þarf að mæta í dómsal seinna í þessum mánuði þar sem verður ákveðið með refsingu fyrir hann.
Hinn 26 ára gamli Joelinton var handtekinn síðastliðna nótt og var hann látinn blása.
Hann var yfir leyfilegu áfengismagni og því var hann handtekinn.
Eddie Howe og aðrir háttsettir aðilar hjá Newcastle vita af því sem gerðist.
Joelinton hefur fengið endurnýjun lífdaga hjá Newcastle undir stjórn Howe. Hann var keyptur sem sóknarmaður til liðsins en hefur leikið mjög vel í stöðu miðjumanns síðustu mánuði. Hann hefur spilað 16 af 18 deildarleikjum Newcastle á tímabilinu en óvíst er hvort að hann muni spila gegn Fulham á sunnudaginn.
Athugasemdir