Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 12. janúar 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe og Hakimi snúa aftur - Skelltu sér saman til New York
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Achraf Hakimi og Kylian Mbappe eru mættir aftur til æfinga hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi eftir gott frí.

Þeir félagar spiluðu mikið með landsliðum sínum á HM í Katar, voru báðir í lykilhlutverki.

Mbappe og Hakimi sneru báðir beint til PSG eftir að HM lauk og hófu strax æfingar. Þeir spiluðu fyrstu tvo leiki liðsins eftir að franski boltinn hófst aftur eftir HM-pásuna.

Þeir voru svo sendir í frí og nutu þeir þess að mestu saman. Þeir skelltu sér til Bandaríkjanna og fóru á körfuboltaleik hjá Brooklyn Nets. Eftir leikinn var þeim boðið inn í klefa þar sem þeir heilsuðu upp á stjörnur á borð við Kevin Durant og Kyrie Irving.

Þeir kíktu líka á Times Square og margt fleira, en núna eru þeir mættir aftur fyrir seinni hluta tímabilsins þar sem PSG stefnir á að vinna alla titla sem eru í boði.


Athugasemdir
banner
banner