Man Utd var fyrsta liðið upp úr pottinum en liðið fær lærisveina Ruud Van Nistelrooy í Leicester í heimsókn. Það eru fleiri úrvalsdeildarslagir þar sem Brighton og Chelsea eigast við, Everton fær Bournemouth í heimsókn og Aston Villa mætir Tottenham.
Guðlaugur Victor Pálsson var í unglingaliði Liverpool á sínum tíma en leikur með Plymouth í Championship deildinni í dag. Plymouth fær Liverpool í heimsókn. Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjá Birmingham fá Newcastle í heimsókn.
Ef Stefán Teitur Þórðarsson og félagar í Preston vinna Charlton er Wycombe næsti andstæðingur. Arnór SIgurðsson og félagar í Blackburn fá Úlfana í heimsókn. Man City heimsækir Leyton eða Derby.
Drátturinn
Manchester United - Leicester
Leeds United - Millwall/Dag & Red
Brighton - Chelsea
Preston/Charlton - Wycombe
Exeter - Nottingham Forest
Coventry - Ipswich
Blackburn Rovers - Wolves
Mansfield/Wigan - Fulham
Birmingham City - Newcastle
Plymouth - Liverpool
Everton - Bournemouth
Aston Villa - Tottenham
Southampton - Swansea/Burnley
Leyton Orient/Derby - Man City
Doncaster - Crystal Palace
Stoke City - Cardiff