Lionel Messi er hinn fullkomni fótboltamaður að sögn Cesc Fabregas sem lék með honum í Barcelona um tíma.
Fabregas var beðinn um að setja saman fullkomna knattspyrnumanninn en þurfti í raun ekki að gera annað en að nefna Messi.
Hann fór þó aðeins lengra og nefndi nokkur nöfn til viðbótar sem hann lék með á glæstum ferli.
„Af öllum þeim sem ég hef spilað með? Ég þarf ekki að velja marga. Ég vel Lionel Messi því það er hinn fullkomni leikmaður," sagði Fabregas.
„Ég myndi velja hraða Thierry Henry, heila Messi og hjartað í Carles Puyol eða John Terry. Þegar kemur að sendingum myndi ég ekki breyta neinu, ég myndi halda sjálfum mér!"
„Ég er mjög þakklátur Guði fyrir að hafa gefið mér tækifæri á að spila með þeim bestu í mörg ár."
Athugasemdir