Það eru tveir stórleikir sem fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina en leikið er frá föstudegi til mánudags.
Helst ber að nefna tvo leiki en fyrri viðureignin er leikur Napoli og Juventus sem fer fram á heimavelli þess fyrrnefnda.
Juventus þarf sigur í titilbaráttunni en liðið er nú þegar sjö stigum á eftir AC Milan en með leik til góða. Napoli situr í sjötta sætinu og er í harðri Evrópubaráttu.
Seinni stórleikurinn er á sunnudaginn er Inter Milan spilar við Lazio á heimavelli sínum San Siro.
Inter getur náð toppsætinu á nýjan leik en þarf þá að treysta á að Spezia nái í úrslit gegn AC Milan á laugardag.
Hér má sjá dagskrána í dag.
Serie A:
Föstudagur:
19:30 Bologna - Benevento
Laugardagur:
14:00 Torino - Genoa
17:00 Napoli - Juventus
19:45 Spezia - AC Milan
Sunnudagur:
11:30 Roma - Udinese
14:00 Cagliari - Atalanta
14:00 Sampdoria - Fiorentina
17:00 Crotone - Sassuolo
19:45 Inter - Lazio
Mánudagur:
19:45 Verona - Parma
Athugasemdir