Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. febrúar 2021 15:10
Magnús Már Einarsson
Lagerback: Veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa
Lars Lagerback
Lars Lagerback
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var í gær kynntur í þjálfarateymi landsliðsins á nýjan leik en KSÍ kynnti hann til leiks sem tæknilegan ráðgjafa.

Lagerback er 72 ára en hann naut mikillar velgengni sem landsliðsþjálfari Íslands 2011-2016. Hann stýrði svo Noregi 2017-2020. Lagerback er í viðtali við Vísi í dag þar sem hann segist frekar vilja vera kallaður aðstoðarþjálfari í teyminu.

„Ég veit ekki af hverju þeir kalla mig tæknilegan ráðgjafa,“ segir Lagerbäck og brosir í kampinn.

„Ég held að best fari á því að kalla mig aðstoðarþjálfara. Ég og Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari], ásamt öðrum í starfsliðinu, eigum að aðstoða Arnar (Þór Viðarsson) eins vel og við getum. Arnar er stjórinn og tekur að sjálfsögðu ákvarðanirnar. Þetta er ekki allt frágengið hjá okkur en það sem við höfum rætt er að skiptast á hugmyndum um okkar eigin leikmenn og andstæðingana. Ég skoða hvað ég sé í þessu og segi Arnari frá því."

„Við erum byrjaðir að ræða aðeins hve mikinn þátt ég tek í praktíska hlutanum af þessu. Ef að ég get byrjað að ferðast [vegna kórónuveirufaraldursins] er planið að ég sé með í viku áður en að liðið kemur saman, en svo höfum við ekki ákveðið nein smáatriði varðandi vinnuna með leikmönnum. Arnar hefur verið mjög opinn huga og sagt að hann vilji að ég sé virkur þátttakandi. Hann vill ekki að sitji bara inni á skrifstofu og segi hvað mér finnst. En við eigum eftir að ákveða smáatriðin í þessu,“
segir Lagerbäck.

Viðtalið má sjá í heild á Vísi.
Athugasemdir
banner