Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 12. febrúar 2024 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Douglas Luiz svaraði Ferdinand - „Það er hátíð í Brasilíu"
Mynd: Getty Images

Douglas Luiz leikmaður Aston Villa fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Manchester United eftir leik liðanna í gær.


United vann leikinn 2-1 en Douglas Luiz jafnaði metin í seinni hálfleik eftir að Rasmus Höjlund hafði komið United í forystu eftir rúmlega stundarfjórðung. Scott McTominay kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið.

Luiz tók létt dansspor þegar hann fagnaði markinu og Raphael Varane brást illa við og þurfti að halda honum frá Luiz í kjölfarið.

Stuðningsmenn og aðrir tengdir Man Utd gagnrýndu Luiz mikið eftir að sigurinn var í höfn en Rio Ferdinand fyrrum leikmaður liðsins spurði brasilíska miðjumanninn hvort það væri í lagi með hann.

Luiz svaraði Ferdinand á X og sagði: „Allt í góðu hjá mér. Það er bara hátíð í Brasilíu," skrifaði Luiz.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner