Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 12. febrúar 2024 20:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Karólína frábær í sigri Leverkusen - Selma skoraði sitt fyrsta mark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Selma Sól Magnúsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir áttust við í þýsku deildinni í kvöld þegar Nurnberg fékk Leverkusen í heimsókn.


Leverkusen var með 1-0 forystu í hálfleik en Melissa Friedrich skoraði markið eftir hálftíma leik eftir undirbúning Karólínu Leu.

Selma Sól var að spila sinn þriðja leik fyrir Nurnberg eftir komuna frá Rosenborg í janúar en hún skoraði sitt fyrsta mark í kvöld þegar hún jafnaði metin snemma í síðari hálfleik með glæsilegu marki.

Karólína var hins vegar ekki búin að segja sitt síðasta en hún lagði upp sigurmark Leverkusen stuttu síðar.

Leverkusen er í 6. sæti með 20 stig eftir 13 leiki en Nurnberg er í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar með átta stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner