Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 23:39
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Everton og Liverpool: Tarkowski maður leiksins
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir spennandi 2-2 jafntefli Everton gegn toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Miðvörðurinn James Tarkowski er þar tilnefndur sem besti leikmaður vallarins eftir að hafa skorað jöfnunarmark Everton á 98. mínútu.

Hann er eini leikmaður vallarins sem fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt í kvöld en ýmsir leikmenn fá 7 í einkunn, þar á meðal Mohamed Salah sem skoraði og lagði upp þrátt fyrir að snerta boltann ekki mikið oftar en tíu sinnum í leiknum.

Conor Bradley var, að mati fréttamanns Sky, versti leikmaður vallarins og fær 5 í einkunn.

Everton: Pickford (6), Mykolenko (6), Tarkowski (8), Branthwaite (7), O'Brien (6), Garner (7), Gueye (6), Doucoure (6), Ndiaye (6), Lindstrom (6), Beto (7).
Varamenn: Harrison (6), Alcaraz (6), Iroegbunam (6)

Liverpool: Alisson (6), Bradley (5), Konate (6), Van Dijk (7), Robertson (6), Gravenberch (6), Mac Allister (7), Szoboszlai (6), Salah (7), Diaz (6), Gakpo (6).
Varamenn: Jones (6), Alexander-Arnold (6), Tsimikas (6), Nunez (6)
Athugasemdir
banner