Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jonathan David kom Lille yfir - Slæm mistök hjá Kobel
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson er í byrjunarliði Lille sem er að spila gegn Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þessa stundina.

Fyrri leiknum í Þýskalandi lauk með 1-1 jafntefli en Lille er komið með forystuna í einvíginu.

Jonathan David kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútna leik en Gregor Kobel, markvörður Dortmund, mun naga sig í handabökin eftir að hafa fengið klaufalegt mark á sig.

David fékk sendingu inn á teiginn frá Ismaily og átti skot beint á Kobel en boltinn rúllaði í gegnum klofið á honum og í netið.

Sjáðu markið hér

Athugasemdir
banner
banner