Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
„Svokallaðir blaðamenn sem vita ekkert um markvörslu“
Gianluigi Donnarumma að verja vítaspyrnu Curtis Jones.
Gianluigi Donnarumma að verja vítaspyrnu Curtis Jones.
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma markvörður PSG varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni þegar PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni í gær. Athygli vakti að fyrir vítakeppnina fór hann inn í klefann.

„Ég fór þangað með markvarðaþjálfaranum til að fara yfir nokkra hluti. Við höfðum undirbúið okkur en þurftum að fara aðeins betur yfir þetta til að reyna að auka líkurnar á að ég myndi verja einhverjar spyrnur," sagði Donnarumma eftir leikinn.

„Ég er ánægður með frammistöðu liðsins. Við vissum að það yrði ekki auðvelt að koma hingað og spila fyrir framan magnaða og ástríðufulla stuðningsmenn Liverpool. Við þurftum að þjást en gerðum það vel."

PSG hafði algjöra yfirburði í fyrri leiknum en tapaði 0-1. Einhverjir franskir blaðamenn vildu meina að Donnarumma hefði átt sök á marki Liverpool í þeim leik. Ítalski markvörðurinn svaraði þeim eftir leikinn í gær.

„Ég sá gagnrýni frá svokölluðum blaðamönnum sem tjá sig án þes að vita neitt um markvörslu. Við fengum eitt skot á markið í fyrri leiknum og þeir sögðu að það væri mín sök að það var mark. Það er í fínu lagi. Ég legg mikið á mig, reyni að brosa og gera mitt besta til að hjálpa liðinu."
Athugasemdir
banner
banner