Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 12. apríl 2024 15:10
Elvar Geir Magnússon
AC Milan með hliðarlínusæti eins og í NBA
Hliðarlínusætin á San Siro.
Hliðarlínusætin á San Siro.
Mynd: AC Milan
AC Milan sótti hugmynd í NBA-deildina með því að bjóða upp á ný sæti sem eru alveg við innganga leikmanna á San Siro vellinum.

Ítalska félagið segir að ekki sé hægt að komast nær vellinum en þessi hliðarlínusæti sem eru eins og 'courtside' sætin frægu úr NBA þar sem ríka, fræga og fallega fólkið situr oft.

Sætin voru tekin í notkun í Evrópudeildarleiknum gegn Roma í gær og voru ítölsku rappararnir Ghali og Blanco meðal fyrstu gesta.

Félög hafa verið að leita leiða til að gefa áhorfendum öðruvísi upplifanir frá völlunum. Sem dæmi má nefna 'Tunnel Club' Manchester City þar sem gestir á Etihad geta séð inn í göngin þar sem leikmenn gera sig klára í gegnum gler.
Athugasemdir
banner
banner
banner