Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
   fös 12. apríl 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Jökull: Erfitt að orða þetta öðruvísi
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að orða þetta öðruvísi, opinn og fjörugur leikur, Mikið af mistökum á báða bóga og klárlega mikið hjá okkur.“
Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar í viðtali við Fótbolta.net að loknum 3-1 tapleik hans manna gegn KR á Samsungvellinum í kvöld um hvort sigur KR væri ekki bara sanngjarn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

Lið Stjörnunar var mistækt í kvöld og gekk oft á tíðum erfiðlega að koma boltanum fram völlinn úr öftustu línu og skapaðist oft hætta þegar liðið tapaði boltanum við eigin vítateig. Afturför frá leiknum gegn Víkingum eða hvað?

„Auðvitað hefðum við getað gert betur, snertingar hefðu getað verið betri og við hefðum getað haldið boltanum nær okkur þegar við vorum að rekja hann framar það er alveg klárt. En mér fannst vera gríðarlegur munur á því hvernig við leituðumst við að spila boltanum út úr vörninni sem mér fannst við gera lítið af gegn Víkingum. Við gerðum það í dag en gerðum mörg mistök.“

Stjörnuliðið er stigalaust eftir tvo leiki í deildinni sem auðvitað er ekki óskastaða. Hvað tekur við hjá Jökli í vikunni og hvað þarf liðið að laga?

„Við þurfum í fyrsta lagi að sjá til þess að við höldum í trú og það sem við stöndum fyrir. Við þurfum að passa upp á sjálfstraustið og vinna í því sem að við getum gert betur.“

Sagði Jökull en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner