Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 12. júní 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Eiður um soninn: Ekki miklar líkur á við náum leik saman
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen, elsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, hefur spilað mikið með HK í Inkasso-deildinni í sumar og um síðustu helgi skoraði hann tvívegis gegn Fjarðabyggð. Eiður segist reyna að fylgjast með framgangi Sveins Arons á Íslandi.

„Eins mikið og ég get, það er ekki auðvelt þegar ég er erlendis en ég fylgist með beinni textalýsingu. Hann hefur tekið miklum framförum síðan hann kom til Íslands, það hefur gert honum mjög gott að spila með meistaraflokki HK," sagði Eiður við Fótbolta.net í gær.

Sveinn Aron er 18 ára gamall en hann hefur verið að spila á kantinum hjá HK. „Hann er miklu stærri en ég og allt öðruvísi en ég. Hann er mjög áræðinn og ákveðinn. Hann er búinn að taka líkamlegan þroska," sagði Eiður en erlend félög hafa verið að fylgjast með Sveini.

„Það er eitthvað verið að fylgjast með en það er eins og með alla stráka en ég tel það gott að hann fái leiki með meistaraflokki HK. "

Eiður kom inn á fyrir Arnór Guðjohnsen, föður sinn, í landsleik á sínum tíma. Eiður telur ólíklegt að hann nái að spila leik með Sveini áður en ferlinum lýkur.

„Ég tel ekki miklar líkur á við náum leik saman. Ég sé ekki fyrir mér að ég muni spila á Íslandi þegar ég lýk atvinnumannaferlinum."

Eiður á þrjá syni en þeir eru allir að æfa fótbolta. „Þeir standa sig allir frábærlega. Þeir hafa mikinn áhuga. Þeir hafa allir fengið áhugann um leið og þeir byrja að labba. Það er frábært. Ég er ekki mjög upptekinn af því hvot þeir verði atvinnumenn eða ekki, það verður að skýrast,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner