Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 12. júní 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 5. sæti
Lengjudeildin
Leikni R. er spáð fimmta sæti.
Leikni R. er spáð fimmta sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera ungur að árum.
Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera ungur að árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Binni Hlö snýr aftur í Breiðholtið frá Færeyjum.
Binni Hlö snýr aftur í Breiðholtið frá Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhorfendur á Domusnovavellinum, heimavelli Leiknis.
Áhorfendur á Domusnovavellinum, heimavelli Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Leiknir R., 165 stig
6. Fram, 139 stig
7. Víkingur Ó., 130 stig
8. Vestri, 92 stig
9. Afturelding, 86 stig
10. Þróttur R., 72 stig
11. Leiknir F., 45 stig
12. Magni 34 stig

5. Leiknir R.
Lokastaða í fyrra Leiknismenn voru ekki langt frá því að fara upp um deild á síðustu leiktíð eftir að hafa spilað flottan bolta seinni hluta tímabilsins. Efri-Breiðhyltingar töpuðu aðeins einum leik af síðustu 11 og það skilaði þeim í þriðja sæti, þremur stigum frá toppliði Gróttu.

Þjálfarinn: Sigurður Heiðar Höskuldsson er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil sem aðalþjálfari Leiknis. Hann tók við af Stefáni Gíslasyni þegar Stefán fór til Belgíu að þjálfa Lommel í júní á síðasta ári. Sigurður var aðstoðarmaður Stefáns, en hann hefur staðið sig virkilega vel frá því hann tók við sem aðalþjálfari og fróðlegt verður að sjá hvert hann tekur þetta Leiknislið í sumar.

Álit séfræðings
Úlfur Blandon og Rafn Markús Vilbergsson eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Úlfur gefur sitt álit á Leikni.

„Leiknismenn ættu að fara þokkalega bjartsýnir inn í mótið. Þeir hafa ekki tapað leik í Íslandsmóti síðan 11. júlí í fyrra sem sýnir ágætlega stöðugleikann sem er í liðinu. Markaskorun dreifðist vel á milli manna í fyrra og til að mynda voru fimm leikmenn sem skoruðu fjögur mörk eða meira á síðasta tímabili. Búast má við því að varnarleikurinn verði áfram sterkur hjá Leikni eins og á síðasta ári. Það er alltaf jákvæður andi í öllu í kringum Leikni og enginn vilji til að vera í einhverju miðjumoði fram eftir sumri. Þeirra helsti styrkleiki er sennilega sá að það er sami kjarni í liðinu og hefur verið undanfarin ár menn þekkja hvorn annan út og inn og eru tilbúnir í átökin saman sem heild. Brynjar Hlöðversson er kominn aftur heim sem er ákaflega sterkt sérstaklega í ljósi þess að tveir sterkir karakterar eru horfnir á braut."

„Þeir hafa misst tvo af af sínum allra bestu leikmönnum í Eyjólfi Tómassyni og Kristjáni Páli. Eyjólfur var ekki bara frábær markvörður heldur líka virkilega sterkur leiðtogi fyrir hópinn. Sama er hægt að segja um Kristján Pál; frábær leikmaður og sterkur fyrir liðið innan sem utan vallar. Þetta eru stór skörð að fylla og óhætt að segja að tímabilið velti á því hvernig nýju mennirnir koma inn í liðið og fylla það rými sem þessir sterku karakterar skilja eftir sig."

Lykilmenn: Brynjar Hlöðversson, Sævar Atli Magnússon og Sólon Breki Leifsson.

Gaman að fylgjast með: Það eru virkilega spennandi ungir leikmenn í Leikni sem spiluðu mikið í fyrra og verða væntanlega enn betri í ár. Fyrst ber að nefna Sævar Atla Magnússon, sem er núna fyrirliði liðsins, en hann kom eins og stormsveipur inn í deildina, skoraði átta mörk og fór mikinn í sóknarleik Leiknismanna. Daníel Finns og Vuk Oskar eru líka spennandi leikmenn og ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þegar ungir heimamenn fá stórt og mikið hlutverk í sínum heimaliðum.

Komnir:
Arnór Ingi Kristinsson frá Fylki
Brynjar Hlöðversson frá HB
Dagur Austmann frá Þrótti R.
Ernir Freyr Guðnason frá KFG (var á láni)
Guy Smit frá Hollandi
Hjalti Sigurðsson frá KR (Á láni)
Máni Austmann frá HK
Vuk Oskar Dimitrijevic frá FH (Á láni)

Farnir:
Alfreð Már Hjaltalín
Ásgeir Þór Magnússon hættur
Eyjólfur Tómasson hættur
Ingólfur Sigurðsson í KV
Kristján Páll Jónsson hættur
Nacho Heras í Keflavík
Patryk Hryniewicki í Ægi (Á láni)
Stefán Árni Geirsson í KR (var á láni)
Vuk Oskar Dimitrijevic í FH
Viktor Marel Kjærnested í Ægi (Á láni)

Fyrstu þrír leikir Leiknis:
19. júní, Þróttur R. - Leiknir R. (Eimskipsvöllurinn)
28. júní, Leiknir R. - Vestri (Domusnovavöllurinn)
3. júlí, Keflavík - Leiknir R. (Nettóvöllurinn)
Athugasemdir
banner