Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 12. júní 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Leyfði mér ekki að fara meiddur til Liverpool"
Mynd: Getty Images

Conor Bradley bakvörður Liverpool gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk norður-írska landsliðsins í 2-0 sigri á Andorra í vináttulandsleik í gær.


Hann skoraði bæði mörkin inn í teig, það fyrra var á nærstönginni og það seinna með skalla frá fjærstönginni.

Hann var nálægt því að skora þrennu en MIchael O'Neill þjálfari Norður-Írlands tók hann af velli áður en hann gat skorað þriðja markið.

„Michael sagði að hann vildi reyna að halda mér inná en bætti við að hann leyfði mér ekki að fara meiddur aftur til Liverpool svo þess vegna tók hann mig af velli," sagði Bradley.

„Ég er ánægður að hafa skorað tvö mörk. Kannski skora ég þrennu í framtíðinni."


Athugasemdir
banner
banner
banner