Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Baroni ráðinn til Lazio (Staðfest)
Mynd: EPA
Lazio er búið að staðfesta ráðningu á Marco Baroni sem nýjum þjálfara félagsins eftir að Igor Tudor hætti á dögunum.

Baroni tekur því við taumunum af Tudor, sem hafði aðeins verið þrjá mánuði í starfinu. Tudor var ráðinn til að taka við af Sarri í vor en hætti eftir ósætti við stjórnina.

Baroni er 60 ára gamall og á langan feril að baki í ítalska boltanum, þar sem hann lék meðal annars fyrir Roma, Napoli og Bologna á ferli sínum sem atvinnumaður.

Undanfarna áratugi hefur hann stýrt hinum ýmsu liðum í neðri deildum ítalska boltans en 2021 var hann ráðinn til Lecce og kom þeim upp í efstu deild.

Hann var svo ráðinn til Verona í fyrra og tókst að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Núna er hann kominn til Lazio og verður áhugavert að fylgjast með gengi liðsins á komandi leiktíð.

Lazio endaði í sjöunda sæti ítölsku deildarinnar og tekur því þátt í Evrópudeildinni komandi haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner