Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Róbert Frosti skoraði undir lokin
Sjáðu það helsta úr leiknum hér að neðan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 0 - 1 Stjarnan
0-1 Róbert Frosti Þorkelsson ('92)

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

Þór tók á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla og úr varð hörkuslagur þar sem staðan var markalaus í leikhlé.

Bæði lið fengu færi til að skora í fyrri hálfleiknum sem fóru forgörðum. Þórsarar fengu fleiri færi en gestirnir úr Garðabænum fengu besta færið og klúðruðu því.

Stjarnan komst nálægt því að taka forystuna í upphafi síðari hálfleiks og fengu Þórsarar áfram sín færi en staðan hélst markalaus allt þar til í uppbótartíma.

Róberti Frosta Þorkelssyni tókst þá að skora dramatískt sigurmark eftir mistök hjá Aroni Birki Stefánssyni undir lok leiksins. Aron Birkir kýldi fyrirgjöf Örvars Eggertssonar þá beint fyrir fætur Róberts, sem skoraði í opið mark.

Lokatölur 0-1 og er Stjarnan annað liðið til að tryggja sér þátttöku í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í ár, eftir að Valur þurfti vítaspyrnukeppni til að leggja Keflavík að velli.

Hér má sjá allt það helsta úr leiknum á Akureyro:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner