Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vestraleikurinn var mjög slappur en skemmtilegt að sjá Hauk skora tvö"
Daníel Freyr er leikmaður Midtjylland.
Daníel Freyr er leikmaður Midtjylland.
Mynd: Midtjylland
Haukur í baráttunni gegn KA.
Haukur í baráttunni gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Daníel Freyr Kristjánsson er Stjörnumaður sem fæddur er árið 2005. Hann er því jafnaldri þeirra Róberts Frosta Þorkelssonar, Helga Fróða Ingasonar og Hauks Arnar Brink sem leikið hafa hlutverk í liði Stjörnunnar á tímabilinu.

Daníel er samningsbundinn Midtjylland en sagði frá því í viðtali á dögunum að hann myndi líklega spila með Federicia á láni á næsta tímabili. Fredericia er í næstefstu deild í Danmörku.

Stjarnan hefur tapað tveimur leikjum í röð og fengið á sig níu mörk í þeim leikjum. Fyrst fimm mörk gegn Val og svo fjögur gegn Vestra. Daníel var spurður hvernig væri að fylgjast með Stjörnunni.

„Ég veit það ekki. Mér finnst þeir hafa verið allt í lagi, en úrslitin hafa ekki verið að detta. Vestraleikurinn var mjög slappur en skemmtilegt að sjá Hauk skora tvö. Mér finnst þeir hafa verið allt í lagi en það hefur vantað endahnútinn, þetta eina mark til að komast í góða stöðu sem hægt er að byggja ofan á."

„Nánast allt liðið er á mínum aldri. Það gerir það bara skemmtilegra að horfa á leikina, sjá þá alla spila. Þá hefur maður miklu meiri ástríðu fyrir þessu,"
sagði Daníel. Viðtalið má nálgast í spilaranum neðst.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hafði þetta að segja um Hauk Brink eftir leikinn gegn Vestra:

„Gríðarlega vel gefinn ungur maður og gaman að hann uppskeri þessi mörk sem hann á skilið þó það hafi ekki talið í dag. Hann var bara flottur og kemur alltaf vel inn hjá okkur, bæði á æfingum og leikjum."

Næsti leikur Stjörnunnar er í kvöld gegn Þór á útivelli í 8-liða úrslitum bikarsins. Sá leikur hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner