Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 12. júlí 2021 20:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grínaðist með að Haaland væri á Englandi
Mynd: EPA
Það vakti athygli í dag þegar Erling Braut Haaland var ekki mættur á æfingu hjá Dortmund í dag.

Manchester-félögin, City og United hafa áhuga ásamt Chelsea. „Hann er mættur til Englands," sagði Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, í gríni.

Ekki var gefið upp nákvæmlega hvers vegna Haaland mætti ekki á æfinguna en þar sem verðmiðinn er talinn vera 150 milljónir punda er ansi ólíklegt að norski framherjinn sé í viðræðum við annað félag.

„Ég er samningsbundinn og ég virði minn samning," sagði Haaland aðspurður um sína framtíð í maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner