Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 20:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Atli sá eini sem skoraði á 790 mínútna kafla
Sævar Atli
Sævar Atli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon, fyrirliðið Leiknis R., hefur verið heitur fyrir framan mark andstæðinganna í sumar. Hann hefur skorað níu mörk í þeim tíu leikjum sem hann hefur spilað.

Tíundi leikurinn er í gangi en um 37 mínútur eru liðnar af leik Leiknis og ÍA.

Sævar Atli skoraði eina mark leiksins til þessa með skoti hægra megin úr teignum á 19. mínútu.

Sævar hefur nú skorað sjö síðustu mörk liðsins í sumar. Enginn annar hefur skorað fyrir Leikni í tæpa tvo mánuði eða síðan Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði á 87. mínútu gegn Fylki þann 16. maí.

Sjö heilir deildarleikir eru liðnir síðan og einn bikarleikur. Það gera 760 mínútur frá því að einhver annar en Sævar skoraði fyrir Leikni.

„MAAAAAAAAAAAARK!!! Dagur Austmann tekur innkast úti hægramegin og finnur Mána sem gerir frábærlega og finnur Danna Finns sem hælar hann í gegn á Sævar Atla og Sævar gerir þetta svo vel, setur boltann fastan meðfram grasinu í fjærhornið, óverjandi fyrir Árna í marki ÍA. Frábært mark í alla staði hjá Leiknismönnum," skrifaði Anton Freyr Jónsson í textalýsingu frá leiknum.

Fréttin var upphaflega birt 19:53.

Uppfært 20:43: Manga Escobar skoraði fyrir Leikni á 67. mínútu. Það liðu því 790 mínútu frá því Gyrðir skoraði gegn Fylki og annar leikmaður en Sævar Atli skoraði fyrir Leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner