Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 12. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Spyrnir sigraði Boltafélagið
KB vann toppslag gegn Afríku
Mynd: Austurglugginn/Gunnar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Spyrnir heimsótti Boltafélagið í 108 Reykjavík þegar liðin mættust í eina leik gærkvöldsins í 5. deildinni.

Þór Albertsson tók forystuna fyrir gestina í fyrri hálfleik en Hjörtur Guðmundsson jafnaði skömmu fyrir leikhlé.

Unnar Birkir Árnason skoraði það sem reyndist sigurmarkið snemma í síðari hálfleik þar sem Boltafélaginu tókst ekki að jafna leikinn á ný. Lokatölur 1-2.

Spyrnir jafnar BF og RB á stigum með þessum sigri, þar sem liðin deila öðru sæti B-riðils með 14 stig eftir 8 umferðir. Liðin eru fimm stigum á eftir toppliði KFR sem er búið að vinna fjóra leiki í röð.

Þá fór einn leikur fram í utandeildinni í gærkvöldi þegar KB sigraði á útivelli gegn toppliði Afríku.

Afríka er með 15 stig á toppinum, þremur stigum fyrir ofan KB og Hamrana sem eiga þó bæði tvo leiki til góða.

BF 108 1 - 2 Spyrnir
0-1 Þór Albertsson ('23 )
1-1 Hjörtur Guðmundsson ('43 )
1-2 Unnar Birkir Árnason ('58 )

Afríka 0 - 2 KB
0-1 Kristján Orri L Kristjánsson ('41 )
0-2 Aron Jarl Davíðsson ('75 )

BF 108 Uggi Jóhann Auðunsson (m), Tómas Atli Björnsson, Elmar Logi Þrándarson (64'), Tómas Helgi Ágústsson Hafberg (55'), Hilmir Hreiðarsson (64'), Viðar Örn Svavarsson, Elías Muni Eyvindsson (71'), Kristófer Dagur Sigurðsson, Hjörtur Guðmundsson, Ásgeir Lúðvíksson, Elvar Páll Grönvold (55')
Varamenn Birkir Blær Laufdal Kristinsson, Adrían Elí Þorvaldsson, Salvar Hjartarson (64'), Bjarki Kristjánsson (71'), Daði Freyr Helgason (55'), Pálmi Nökkvason (64'), Birkir Björn Reynisson (55')

Spyrnir Hallgeir Vigur Hrafnkelsson (m), Guðþór Hrafn Smárason, Unnar Birkir Árnason, Kristófer Bjarki Hafþórsson (59'), Brynjar Þorri Magnússon (79'), Hrafn Sigurðsson (59'), Steinþór Hrímnir Aðalsteinsson, Eyþór Atli Árnason (90'), Dagur Logi Sigurðsson, Helgi Magnús Gunnlaugsson, Þór Albertsson
Varamenn Bjarki Sólon Daníelsson (59), Finnur Huldar Gunnlaugsson, Hilmir Hólm Gissurarson (59), Almar Aðalsteinsson (79), Gabríel Daníelsson (90)



Afríka Mohamed Sayed M. Helmy Abdelbar (m), Cristian Andres Catano, Victor Jurian, Matthías Jón Ólafsson, Baraa S. A. Alzaq (60'), Godwin Odokwo, Ailson Pina Rodrigues, Collins Chijioke Akpugo, Fahad Khalil Ahmed, Jósef Hermann Albertsson (46'), Alexandru Paraschiv (46')
Varamenn Dawid Choinski, Nelson Lola Bokari (60'), Cedrick Mukya (46'), Matthías Hjörtur Hjartarson, Bjarni Marel Gunnlaugsson, Bryan Alejandro Velez Arce (46')

KB Arnór Ingi Guðjónsson, Kristófer Bæring Sigurðarson, Aakash Gurung (68'), Arnór Sigurvin Snorrason, Aron Jarl Davíðsson (82'), Chalee Mohtua (46'), Kristján Orri L Kristjánsson (76'), Sudip Bohora, Jóhann Haraldur Dan Hafdísarson, Viktor Andri Snorrason, Ásbjörn Freyr Jónsson (46')
Varamenn Michal Czerniawski (68), Egill Þór Guðnason (76), Þórarinn Þórarinsson (46), Damjan Bogdanovic (82), Sverrir Freyr Kristjánsson, Daníel Dagur Bjarmason (46), Árni Rúnar Leifsson
Athugasemdir
banner