Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano greinir frá því að Ardon Jashari hafi hafnað að fara í viðræður við ónefnt félag úr ensku úrvalsdeildinni.
Miðjumaðurinn er staðráðinn í því að skipta yfir til AC Milan eftir að ítalska félagið lagði fram tilboð í hann fyrr í sumar. Síðasta tilboð Milan hljóðaði upp á 32 milljónir evra í heildina, en belgíska stórliðið Club Brugge vill fá 40 milljónir.
Fyrr í sumar var greint frá áhuga Manchester United og Fulham á Jashari sem vakti athygli á sér með góðri frammistöðu í Meistaradeildinni í vetur.
Jashari er 22 ára og hefur spilað fjóra landsleiki fyrir Sviss. Hann var ekki partur af leikmannahópi Club Brugge sem gerði jafntefli í æfingaleik við Rakow í gær.
Hann hefur trú á að Milan nái samkomulagi við Club Brugge um kaupverð og ætlar að bíða eftir að þeim viðræðum ljúki. Núverandi samningur hans gildir næstu fjögur ár.
Athugasemdir