Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Spennandi undanúrslitaleikur á Ísafirði
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem fjörið hefst klukkan 14:00 þegar Vestri og Fram eigast við í beinni útsendingu á RÚV.

Liðin mætast í seinni undanúrslitaleik bikarsins í ár og mun sigurliðið keppa við Val í úrslitaleiknum, eftir að Valsarar lögðu Stjörnuna að velli um mánaðamótin.

Liðin mætast á Ísafirði en Vestri hefur átt gott tímabil bæði í deild og bikar þrátt fyrir slæmt gengi síðustu vikna. Fram hefur verið að eiga frábært tímabil og situr í fjórða sæti Bestu deildarinnar.

Njarðvík fær þá tækifæri til að hirða toppsæti Lengjudeildarinnar þegar liðið heimsækir Völsung á Húsavík, eftir að núverandi topplið ÍR tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu í gærkvöldi.

Þór tekur svo á móti Leikni R. í seinni leik dagsins og getur komist uppfyrir Keflavík og í fimmta sæti með sigri. Þórsarar eru sex stigum á eftir Njarðvíkingum sem stendur.

Það fara fimm leikir fram í 2. deild karla og einn leikur í 3. deild og 4. deild, auk tveggja leikja í utandeildinni.

Þá eru einnig þrír leikir á dagskrá í 2. deild kvenna.

Mjólkurbikar karla
14:00 Vestri-Fram (Kerecisvöllurinn)

Lengjudeild karla
14:00 Völsungur-Njarðvík (PCC völlurinn Húsavík)
16:00 Þór-Leiknir R. (Boginn)

2. deild karla
14:00 KFG-Víkingur Ó. (Samsungvöllurinn)
14:00 Kári-Höttur/Huginn (Akraneshöllin)
14:00 Grótta-Kormákur/Hvöt (Vivaldivöllurinn)
14:00 KFA-Ægir (SÚN-völlurinn)
16:00 Dalvík/Reynir-Þróttur V. (Dalvíkurvöllur)

2. deild kvenna
14:00 Einherji-KÞ (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Selfoss-ÍH (JÁVERK-völlurinn)
18:00 Vestri-Álftanes (Kerecisvöllurinn)

3. deild karla
16:00 Sindri-Tindastóll (Jökulfellsvöllurinn)

4. deild karla
14:00 KFS-KÁ (Týsvöllur)

Utandeild
12:00 Einherji-Neisti D. (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Hamrarnir-Fálkar (Greifavöllurinn)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
3.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 11 8 2 1 29 - 12 +17 26
2.    Þróttur V. 11 7 2 2 17 - 9 +8 23
3.    Haukar 12 7 2 3 23 - 17 +6 23
4.    Grótta 11 5 5 1 19 - 12 +7 20
5.    Dalvík/Reynir 11 6 1 4 17 - 11 +6 19
6.    KFA 11 4 2 5 27 - 22 +5 14
7.    Víkingur Ó. 11 3 4 4 19 - 17 +2 13
8.    KFG 11 4 1 6 18 - 23 -5 13
9.    Kormákur/Hvöt 11 4 0 7 11 - 21 -10 12
10.    Höttur/Huginn 11 2 3 6 14 - 26 -12 9
11.    Kári 11 3 0 8 13 - 28 -15 9
12.    Víðir 12 2 2 8 12 - 21 -9 8
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 9 9 0 0 42 - 5 +37 27
2.    ÍH 8 7 1 0 45 - 10 +35 22
3.    Völsungur 9 7 0 2 40 - 18 +22 21
4.    Fjölnir 8 5 2 1 19 - 11 +8 17
5.    Dalvík/Reynir 9 3 1 5 20 - 20 0 10
6.    Álftanes 8 3 0 5 20 - 23 -3 9
7.    Vestri 8 3 0 5 15 - 25 -10 9
8.    Sindri 9 2 2 5 14 - 21 -7 8
9.    Einherji 8 2 2 4 12 - 23 -11 8
10.    ÍR 8 1 2 5 11 - 22 -11 5
11.    KÞ 6 1 2 3 5 - 18 -13 5
12.    Smári 8 0 0 8 1 - 48 -47 0
Athugasemdir
banner