Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mán 12. ágúst 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferdinand efast um De Ligt
Mynd: Getty Images

Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Man Utd, hefur sínar efasemdir um kaup Man Utd á Matthijs de Ligt, varnarmanni Bayern.


Þessi 24 ára gamli hollenski miðvörður er við það að ganga til liðs við félagið fyrir 50 milljónir evra. 

„Hann var mikið meiddur, hefur ekki byrjað marga leiki síðustu tvö til þrjú ár og Man Utd er að eyða 45-50 milljónum punda í hann. Mun hann gera gæfumuninn hjá Man Utd?," Sagði Ferdinand.

„Það er mikið ætlast til af honum og öll augu verða á honum. Mikil preessa, stórt tækifæri fyrir hann en það er mikil óvissa í kringum þessi kaup því þetta hefur ekki gengið eins vel hjá tveimur stórum félögum og maður bjóst við."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner