Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Napoli þurfti vítaspyrnur - Nýliðarnir úr leik
Kvaratskhelia skoraði í vítakeppninni en Victor Osimhen var ekki í hóp.
Kvaratskhelia skoraði í vítakeppninni en Victor Osimhen var ekki í hóp.
Mynd: EPA
Albert var ekki í leikmannahópi Genoa í sigrinum gegn Reggiana.
Albert var ekki í leikmannahópi Genoa í sigrinum gegn Reggiana.
Mynd: Genoa
Fyrstu umferð ítalska bikarsins er lokið þar sem ýmis lið úr Serie A deildinni, efstu deild, komu við sögu.

Napoli tók þar á móti Modena og þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá viðureignina eftir markalaust jafntefli yfir 90 mínútna leik. Það var sleppt framlengingu og farið beint í vítakeppni.

Þar klúðraði Walid Cheddira fyrir Napoli en það kom ekki að sök þar sem tveir leikmenn Modena klúðruðu og vann Napoli vítakeppnina að lokum 4-3.

Nýliðar Como, Parma og Venezia sem komu upp úr B-deildinni í vor eru þá úr leik eftir leiki gegn Sampdoria, Palermo og Brescia.

Sampdoria sló lærisveina Cesc Fabregas í Como að velli eftir vítaspyrnur á meðan Palermo vann 0-1 gegn Parma.

Pepe Reina, Raphaël Varane, Alberto Moreno og Andrea Belotti voru meðal byrjunarliðsmanna Como í tapinu gegn Sampdoria.

Þá voru Birkir Bjarnason og Mikael Egill Ellertsson ónotaðir varamaenn í 3-1 sigri Brescia gegn Venezia.

Þórir Jóhann Helgason var einnig ónotaður varamaður og horfði hann á liðsfélaga sína í liði Lecce leggja Mantova að velli. Hjörtur Hermannsson var þá ekki í leikmannahópi Pisa sem vann frábæran sigur á Frosinone, en Hjörtur gæti verið seldur frá félaginu í sumar vegna mikils áhuga.

Cagliari, Salernitana, Empoli og Torino eru meðal félaga sem eru komin áfram í næstu umferð bikarsins.

Udinese, Sassuolo og Monza unnu einnig sína leiki alveg eins og Genoa - sem spilar innbyrðisviðureign við nágrannana og erkifjendurna í Sampdoria í næstu umferð. Albert var ekki í hóp hjá Genoa í 1-0 sigri gegn Reggiana. Junior Messias skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning frá Ruslan Malinovskyi.

Lecce 2 - 1 Mantova

Torino 2 - 0 Cosenza

Parma 0 - 1 Palermo

Frosinone 0 - 3 Pisa

Brescia 3 - 1 Venezia

Genoa 1 - 0 Reggiana

Udinese 4 - 0 Avellino

Sassuolo 2 - 1 Cittadella

Empoli 4 - 1 Catanzaro

Cagliari 3 - 1 Carrarese

Verona 1 - 2 Cesena

Monza 0 - 0 Sudtirol Monza vann eftir vítaspyrnur

Cremonese 1 - 1 Bari Cremonese vann eftir vítaspyrnur

Sampdoria 1 - 1 Como Samp vann eftir vítaspyrnur

Napoli 0 - 0 Modena Napoli vann eftir vítaspyrnur

Salernitana 3 - 3 Spezia Salernitana vann eftir vítaspyrnur

Athugasemdir
banner
banner
banner