Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 12. ágúst 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Skrifaði undir um leið og hann varð sautján ára
Mikey Moore.
Mikey Moore.
Mynd: Getty Images
Mikey Moore hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Tottenham en hann ritaði nafn sitt á blaðið um leið og hann varð sautján ára. Bannað er að gera atvinnumannasamninga við leikmenn sem eru yngri.

Samkvæmt FIFA reglum má mest gera þriggja ára samning við leikmenn undir átján ára aldri en samkvæmt fréttum sýna launatölur Moore að Tottenham telur hann einn besta leikmann sem hefur komið úr akademíu félagsins undanfarin ár.

Moore, sem er afar efnilegur kantmaður, sló met með því að verða yngsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik þann 14. maí, gegn Manchester City.

„Það er ótrúlegt að hann sé bara sautján ára. Í hvert sinn sem hann hefur spilað fyrir yngri liðin hefur hann haft mikil áhrif. Hann hefur aðlagast aðalliðsfótboltanum frábærlega miðað við ungan aldur. Það er okkar hlutverk að skapa honum bestu aðstæður til að verða besti leikmaður sem hann getur orðið," segir Moore.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner