Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur er næsta föstudag. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer átta sem er hvaða lið veldur mestum vonbrigðum?
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer átta sem er hvaða lið veldur mestum vonbrigðum?
Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Chelsea.
Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
Arsenal mun enda fyrir neðan annað sætið og það mun vera vonbrigði.
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH
Liverpool rétt ná 4. sæti.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Arsenal. Léleg væntingastjórnun.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Man City munu eiga í erfiðleikum.
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Nottingham Forest, þeir falla jafnvel.
Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Það er hætt við því að tímabilið verði erfitt hjá Nottingam Forest. Lögmál meðaltalsins hlýtur að toga liðið aðeins niður, ef horft er á tölfræðina. Ofan á það eru væntingarnar meiri og svo í þokkabót fjölgar leikjum hjá liðinu. Gæti orðið erfitt.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Auðvelda svarið hérna er Manchester United út frá væntingum. ég hins vegar ætla að gefa mér að United verði alveg í topp þrjú til sex þetta árið. Hafa sótt Mbeumo, Cunha og Sesko og ég er bara mjög hrifin af því sem ég hef séð til United á þessu undirbúningstímabili. Þannig svarið ætti að vera United, en ætla að gefa öðru liði það þetta árið. Ég held að Newcastle gætu endað í alvöru ströggli ef þeir fara ekki að gera eitthvað í sínum málum. Einnig er ég mjög hræddur um að Nottingham Forest munu verða í basli.
Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Því miður held ég að veturinn verði kaldur og vindasamur fyrir Jón Kára Eldon og Gunna Birgis. En ég mun hugsa hlýlega til þeirra. Semsagt Arsenal.
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Tottenham er að fara Tottenhama vel yfir sig og verða jafn slæmir og á síðasta tímabili í deildinni. Ange var ekki vandamálið.
10.08.2025 15:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða leikmaður springur út?
10.08.2025 09:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verður markakóngur?
08.08.2025 14:16
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verða bestu kaup tímabilsins?
07.08.2025 17:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða stjóri verður fyrst rekinn?
07.08.2025 12:40
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið kemur mest á óvart?
06.08.2025 15:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið verður meistari?
Athugasemdir