Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 12. september 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Joe Willock framlengir við Arsenal
Miðjumaðurinn ungi Joe Willock hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal.

Hinn tvítugi Willock hefur verið hjá Arsenal síðan hann var fjögurra ára gamall.

Hann fór upp í gegnum öll unglingalið félagsins og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í deildabikarnum gegn Doncaster í september árið 2017.

Willock hefur samtals spilað tuttugu leiki með aðalliði Arsenal en hann hefur verið í byrjunarliði í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner