Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 12. september 2021 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho tók sprettinn fræga - „Leið eins og ég væri 12 ára"
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: EPA
Jose Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, gat ekki haldið aftur af sér þegar Stephan El Shaarawy gerði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Sassuolo í kvöld en hann lék eftir sprettinn fræga frá 2004.

Mourinho fagnaði af innlifun er Porto sló út Manchester United í Meistaradeild Evrópu árið 2004. Hann hljóp allan völlinn, eitthvað sem sést ekki oft hjá þjálfurum í Evrópuboltanum.

Hann endurtók þetta gegn Sassuolo í kvöld í 1000. leiknum á þjálfaraferlinum þegar El Shaarawy skoraði.

Mourinho hljóp alla endalínuna og fagnaði með leikmönnum og stuðningsmönnum.

„Ég laug að öllum. Ég sagði að það þessi 1000. leikur skipti mig engu máli en ég var skíthræddur um að tapa. Við unnum sem betur fer og ég hljóp eins og krakki. Mér leið eins og ég væri 12 ára en ekki 58 ára," sagði Mourinho.


Athugasemdir
banner
banner