Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. október 2019 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21: Svíar völtuðu yfir íslenska liðið í Helsingborg
Dejan Kulusevski skoraði tvö marka Svía.
Dejan Kulusevski skoraði tvö marka Svía.
Mynd: Getty Images
Svíþjóð U21 5 - 0 Ísland U21
1-0 Mattias Svanberg ('22 )
2-0 Viktor Gyökeres ('38 )
3-0 Dejan Kulusevski ('51 )
4-0 Dejan Kulusevski ('60 )
5-0 August Erlingmark ('75 )

Íslenska liðið mætti því sænska í Helsingborg í undankeppni fyrir EM2021 í dag. Fyrir leikinn var íslenska liðið með fullt hús stiga eftir tvo heimasigra.

Íslenska liðið byrjaði þokkalega í dag og fékk færi á fyrstu mínútunum en góður varnarleikur hjá Svíum kom í veg fyrir að skot Stefáns Teits Þórðarsonar færi á markið.

Svíum óx ásmeginn og uppskáru verðskuldað forystuna þegar Matias Svanberg skoraði á 22. mínútu. Svíar héldu áfram að ógna og komust í 2-0 fyrir hálfleik. Viktor Gyökeres skoraði með góðu skoti framhjá Patrik í marki Íslendinga.

Seinni hálfleikurinn var alls ekki góður hjá íslenska liðinu en Svíar bættu í og skoruðu þrjú mörk. Dejan Kulusevski, miðjumaður Parma, skoraði tvö þeirra og August Erlingmark eitt.

Íslenska mætir næst því írska á þriðjudag en liðin mætast í Víkinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner