Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 12. október 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM í dag - Lars tekur á móti Spáni
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Hann stýrir í dag Noregi.
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Hann stýrir í dag Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undankeppni EM heldur áfram að rúlla á þessum laugardegi. Það verður athyglisverður leikur í kvöld þegar lærisveinar Lars Lagerback í norska landsliðinu taka á móti Spáni í F-riðli.

Spánn er með fullt hús stiga á toppnum í F-riðli, Noregur er í fjórða sætinu með níu stig.

Svíþjóð, sem er í öðru sæti í F-riðli með 11 stig, mætir Möltu, sem er með þrjú stig, og þá mætast Færeyjar og Rúmenía. Færeyjar eru án stiga og er Rúmenía í þriðja sæti með 10 stig.

Fyrsti leikur dagsins er leikur Georgíu og Írlands í D-riðli. Í þeim sama riðli mætast Danmörk og Sviss klukkan 16:00. Írland er á toppi riðilsins með 11 stig, Danmörk er með níu og Sviss með átta. Svo kemur Georgía með fjögur og Gíbraltar án stiga.

Þá eru þrír leikir í J-riðli þar sem Ítalía er á toppnum með fullt hús stiga. Ítalir fá Grikkland í heimsókn. Grikkir eru í fimmta sæti með aðeins fimm stig.

Teemu Pukki og félagar í Finnlandi eru með 12 stig og mæta þeir Bosníu sem er með sjö stig.

Lærisveinar Helga Kolviðssonar í Liechtenstein eru með eitt stig. Þeir ætla sér að bæta við þann stigafjölda gegn Armeníu í kvöld.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

laugardagur 12. október

D-riðill:
13:00 Georgia - Írland (Stöð 2 Sport)
16:00 Danmörk - Sviss (Stöð 2 Sport)

F-riðill:
16:00 Færeyjar - Rúmenía
18:45 Malta - Svíþjóð
18:45 Noregur - Spánn (Stöð 2 Sport)

J-riðill:
16:00 Bosnía - Finnland
18:45 Liechtenstein - Armenía
18:45 Ítalía - Grikkland
Athugasemdir
banner
banner
banner