Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 12. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robinho til Santos (Staðfest) - Fær 35 þúsund á mánuði
Robinho á 100 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Hann er fyrrum leikmaður Manchester City meðal annars.
Robinho á 100 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Hann er fyrrum leikmaður Manchester City meðal annars.
Mynd: Getty Images
Brasilíski kantmaðurinn hefur samið við uppeldisfélag sitt, Santos, í fjórða sinn.

Robinho hefur verið án félags frá því hann yfirgaf tyrkneska meistarana í Istanbul Basaksehir fyrr á árinu.

Robinho er 36 ára gamall og skrifaði hann undir stuttan samning við Santos, nánar tiltekið fimm mánaða samning.

Samkvæmt fjölmiðlum í Brasilíu fær Robinho aðeins rúmlega 200 pund á viku, sem eru 35 þúsund íslenskar krónur. Það er mikið af bónusum í samningnum og fær hann til að mynda rúmlega 41 þúsund pund ef hann spilar 10 leiki, það sem jafngildir rúmlega rúmlega 7,3 milljónum íslenskra króna.

Hann er fyrrum leikmaður AC Milan, Manchester City og Real Madrid. Robinho hefur auk þess leikið hvorki meira né minna en 100 A-landsleiki fyrir Brasilíu.

Robinho var árið 2017 dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir nauðgun. Samkvæmt götublaðinu The Sun er áfrýjunarferli enn í gangi og gæti það tekið mörg ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner