Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   lau 12. október 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Ronaldo mætir Lewandowski
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í landsleikjahléinu í kvöld þar sem þrír leikir eru á dagskrá í efstu deild Þjóðadeildarinnar.

Í riðli 4 er toppslagur sem fer fram á Spáni, þar sem ríkjandi Evrópumeistarar taka á móti skemmtilegu liði Danmerkur.

Danir eru með sex stig eftir sigra gegn Serbíu og Sviss í fyrstu umferðunum á meðan Spánverjar eiga fjögur stig.

David Raya byrjar á milli stanga Spánverja sem er með Daniel Vivian og Aymeric Laporte í miðvarðarstöðunum, en annars er ekkert sem kemur á óvart í liði heimamanna.

Það vekur athygli að Kasper Dolberg, framherji Anderlecht í Belgíu, byrjar í fremstu víglínu hjá danska liðinu á meðan Rasmus Höjlund situr á bekknum.

Christian Eriksen og Pierre-Emile Höjbjerg eru meðal byrjunarliðsmanna en það eru mikil gæði á bekknum hjá Dönum þar sem má finna leikmenn á borð við Gustav Isaksen, Andreas Skov Olsen og Yussuf Poulsen.

Serbía og Sviss eigast þá við í botnslag riðilsins en Serbar eru með eitt stig og Svisslendingar án stiga. Bæði lið tefla fram sínum sterkustu byrjunarliðum, þar sem má finna leikmenn á borð við Aleksandar Mitrovic og Lazar Samardzic í liði heimamanna á meðan Granit Xhaka, Manuel Akanji og fleiri stjörnur eru í byrjunarliði gestanna.

Að lokum á Pólland mjög erfiðan heimaleik í riðli 1 gegn toppliði Portúgals. Portúgalir geta endurheimt þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með sigri á meðan Pólverjar geta reynt að jafna toppliðin á stigum.

Cristiano Ronaldo og Robert Lewandowski leiða sóknarlínurnar í þeim slag.

Spánn: Raya, Porro, Vivian, Laporte, Grimaldo, Zubimendi, Ruiz, Pedri, Yamal, Oyarzabal, Morata
Varamenn: Remiro, Sanchez, Torres, Zaragoza, Mingueza, Merino, Joselu, Gomez, Garcia, Cucurella, Cubarsi, Baena

Danmörk: Schmeichel, Bah, Kristensen, Vestergaard, Nelsson, Kristiansen, Hojbjerg, Hjulmand, Eriksen, Gronbæk, Dolberg
Varamenn: Hermansen, Ronnow, Hojlund, Dorgu, Isaksen, Mæhle, Bidstrup, Poulsen, Skov Olsen, Sorensen, Stage, Wind



Serbía: Rajkovic, Nedeljkovic, Erakovic, Milenkovic, Pavlovic, Birmancevic, Grujic, N.Maksimovic, Lukic, Samardzic, Mitrovic
Varamenn: Jovanovic, Ilic, Cumic, Cirkovic, Ivanovic, Joveljic, Jovic, A.Maksimovic, Simic, Zdjelar, Zukic

Sviss: Kobel, Widmer, AKanji, Rodriguez, Elvedi, Freuler, Xhaka, Aebischer, Ndoye, Amdouni, Embolo
Varamenn: Kohn, Mvogo, Zesiger, Zeqiri, Witzig, Ugrinic, Sierro, Ridere, Monteiro, Garcia, Fernandes, Comert



Pólland: Skorupski, Walukiewicz, Bednarek, Dawidowicz, Frankowski, Szymanski, Oyedele, Zielinski, Zalewski, Swiderski, Lewandowski
Varamenn: Bulka, Mrozek, Kiwior, Moder, Bereszynski, Ameyaw, Kaminski, Kapustka, Piatek, Piatkowski, Piotrowski, Urbanski

Portúgal: D. Costa, Dalot, Dias, Veiga, Mendes, R. Neves, Fernandes, B. Silva, Neto, Leao, Ronaldo
Varamenn: Velho, R. Silva, Vitinha, Trincao, A. Silva, Semedo, S. Costa, Otavio, J. Neves, Felix, Diogo Jota, Cancelo
Athugasemdir