Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 12. október 2024 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Zubimendi með sigurmarkið - Ronaldo skoraði aftur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Síðustu leikjum kvöldsins er lokið í Þjóðadeildinni þar sem lítið var um óvænt úrslit.

Í efstu deild sigraði Spánn toppslag gegn Danmörku í áhugaverðum slag þar sem Danir vörðust vel en tókst ekki að skapa raunverulega hættu.

Spánverjar voru sterkari aðilinn en áttu í erfiðleikum með að koma sér í góð færi. Hinn eftirsótti Martín Zubimendi var í byrjunarliði Spánverja og skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu.

Boltinn flaug til hans fyrir utan vítateig og lét Zubimendi vaða með viðstöðulausu skoti sem Kasper Schmeichel átti að verja en mistókst. Danir komust ekki nálægt því að jafna og urðu lokatölur 1-0.

Spánn er því með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar í Þjóðadeildinni og fylgja Danir í öðru sæti með sex stig.

Serbar eru í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir flottan sigur gegn hatrömmu fjandliði sínu frá Sviss í dag, þar sem Aleksandar Mitrovic innsiglaði 2-0 sigur með marki á 61. mínútu.

Svisslendingar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik en tókst ekki að skora mark þrátt fyrir góðar marktilraunir, þar sem Breel Embolo brenndi af vítaspyrnu. Predrag Rajkovic átti stórleik á milli stanga heimamanna í Serbíu.

Cristiano Ronaldo var þá í byrjunarliði Portúgal og skoraði hann annað mark leiksins í sigri í Póllandi. Hann spilaði fyrstu 63 mínúturnar áður en honum var skipt út fyrir Diogo Jota og er núna kominn með þrjú mörk í þremur leikjum í Þjóðadeildinni.

Bernardo Silva og Ronaldo skoruðu í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingar frá Bruno Fernandes og Rafael Leao.

Piotr Zielinski minnkaði muninn fyrir heimamenn á 78. mínútu en Portúgalir innsigluðu sigurinn á lokamínútunum þegar Jan Bednarek skoraði sjálfsmark.

Portúgal er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á meðan Pólverjar eiga þrjú stig.

Að lokum fóru leikir fram í C-deildinni þar sem Rúmenía hafði betur gegn Kýpur á meðan Belarús gerði markalaust jafntefli við Norður-Írland.

Spánn 1 - 0 Danmörk
1-0 Martin Zubimendi ('79 )

Serbía 2 - 0 Sviss
1-0 Nico Elvedi ('45 , sjálfsmark)
2-0 Aleksandar Mitrovic ('61 )
2-0 Breel Embolo ('72 , Misnotað víti)

Pólland 1 - 3 Portúgal
0-1 Bernardo Silva ('26 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('37 )
1-2 Piotr Zielinski ('78 )
1-3 Jan Bednarek ('88 , sjálfsmark)

Kýpur 0 - 3 Rúmenía
0-1 Dennis Man ('16 )
0-2 Razvan Marin ('25 , víti)
0-3 Radu Dragusin ('36 )

Belarús 0 - 0 Norður-Írland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner